Sextándakerfið

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit

Síða þessi er unnin sem verkefni í námkeiðinu Nám og kennsla á netinu.

Sextándakerfið

Sextándakerfið er talnakerfi með grunntöluna 16. Tölustafirnir sem sextándakerfið hefur eru 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E og F.

Notkun

Sextándakerfið er mikið notað í tölvum og forritun. Ástæða þess er að allar tölvur vinna í tvíundakerfinu og mjög einfalt er að breyta milli sextándakerfisins og tvíundakerfisin. Tölur í tvíundakerfinu eru runur af tölustöfunum 0 og 1, þær eru því frekar óhentugur. Dæmi um notkun sextándakerfis talna í tölvum er t.d. IPv6

númer. IPv6 númer tölvu er runa af 128 tölustöfum í tvíundakerfinu. Annað dæmi eru MAC vistfang sem er runa af 48 tvíundakerfis tölum.

MAC vistföng eru á öllum netkortum

Sextándakerfið - Tvíundakerfið

Það sem gerir sextándakerfið eftirsóknarvert til notkunar í tölvum er að mjög auðvelt er að breyta tölum úr tvíundakerfinu í sextándakerfið og svo öfugt. Það sem gerir breytingarnar svona auðveldar er sú staðreynd að talan sextán er margfeldi af tveimur.

16=24=2x2x2x2

Þessvegna má skrifa hverja sextándakerfis tölu sem fjórar tvíundakerfis tölur. Nota má töfluna hér fyrir neðan til að breyta á milli kerfanna.

Sextánda Tvíunda
0 0000
1 0001
2 0010
3 0011
4 0100
5 0101
6 0110
7 0111
8 1000
9 1001
A 1010
B 1011
C 1100
D 1101
E 1110
F 1111

Út frá töflunni má svo lesa að t.d. EA í sextándakerfinu er 11101010 í tvíundakerfinu. Með sömu aðferð má svo finna út að 10101011 í tvíundakerfinu er AB í sextándakerfinu.

Æfingar

<quiz display=simple> { Hvernig er sextándakerfistalan F1 í tvíundakerfinu? |type="()"} - 10101111 + 11110001 - 10001111 - 11110101

{ Hvernig er sextándakerfistalan A2 í tvíundakerfinu? |type="()"} - 10010011 - 10100100 - 01001010 + 10100010

{ Hvernig er tvíundatalan 10011001 í sextándakerfinu? |type="()"} - 92 - 29 - 33 + 99

{ Hvernig er tvíundatalan 11001101 í sextándakerfinu? |type="()"} + CD - CC - DC - DD

</quiz>